7.7.2007 | 01:18
Ég er nörd...
...og hef alltaf verið. Hér í denn varð ég nánast landsfræg fyrir að vera Harry Potter aðdáandi og stundum var ég stoppuð af fólki og ég spurð hvort ég væri ekki ingaausa á huga. Ég er líka skáti og elska júróvisjón. Ég er bara einfaldlega nörd. Síðustu ár hefur lítið borið á Harry Potter lestri, þó að fimmta bókin liggi reyndar hérna við hlið mér, enda stutt í mynd og lokabók og maður verður nú að rifja aðeins upp. Einn daginn tók ég líka ákvörðun um að hætta að skrifa og lesa greinar á huga. Ástæðan var einfaldlega sú að ég óx upp úr því. Samt sem áður eyði ég of miklum tíma á netinu og mér þykir erfitt að geta ekki athugað tölvupóstinn minn stundarfjórðungslega. Þess vegna tók ég þá ákvörðun fyrir löngu að skrá mig ekki á MySpace, Facebook eða þess konar síður því ég þóttist viss um að verða ennþá háðari veraldarvefnum en ég þegar er. Ojæja, einhverntíman verður maður að láta undan hópþrýstingi og tízkustraumum og nú er ég bæði með MySpace, Facebook og moggablogg. Er ég þá aftur móðins?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.